DMM Lausnir logo

DMM, umsagnir notenda


 

Ölgerðin tók upp DMM árið 2008, það hefur reynst okkur mjög vel frá fyrsta degi.  Kerfið gjörbreytti öllu utanumhaldi á viðhaldsverkefnum, veltu varahluta og innkaupum á varahlutalager.  Nýlega höfum við bætt inn tímaskriftum vélstjóra sem auðvelda okkur yfirsýnina í hvernig verkefnum manntímarnir liggja. 

Styrkur DMM lausna er sveiganleiki og frábært starfsfólk  sem ávallt hefur verið tilbúið að aðlaga kerfið að okkar þörfum og finna með okkur leiðir til framfara.  Kerfið hefur verið mjög áreiðanlegt og allar uppfærslur vandaðar og vel unnar og kerfið því unnið hnökralaust eftir þær.

- Jón Sindri Tryggvason, viðhaldsstjóri Ölgerðarinnar

 

 

DMM gegnir lykilhlutverki í rekstri virkjana HS Orku til að tryggja afhendingu á nauðsynlegum innviðastraumum eins og rafmagni, heita- og köldu vatni. Kerfið er heilstæð lausn sem í senn heldur utan um gæðaeftirlit og verkskipulag. Með DMM er hægt að halda utan um allt ferli viðhalds og rekstrar á einum stað á einfaldan og hagstæðan hátt. Hjá HS Orku er kerfið m.a. nýtt fyrir gátlistaskráningar, kostnaðar-, tíma-, mannaflaáætlanir, verklýsingar, upplýsingar um búnað og viðhaldssögu svo fátt eitt sé nefnt. Hjá DMM Lausnum er einnig góða og persónulegt þjónusta þar sem ekki bara afbragðs þekking á kerfinu heldur einnig fagþekking á viðhaldstjórnun og góð reynsla af innleiðingu þess.

- Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku

 

 

Sláturfélag Suðurlands hefur notað DMM markvisst undanfarin ár.

Þetta hefur hjálpað okkur gríðarlega við skipulagningu fyrirbyggjandi viðhalds, s.s. síu -og olíuskipti, smurrútínur og daglegt eftirlit svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur þetta hjálpað okkur að halda utan um bilanir véla og tækja. Áður voru mismunandi verkefni sett fram á mismunandi vegu og fengu e.t.v. ekki sama vægi hjá starfsmönnum. Nú eru þau öll í DMM og eru bara verkefni sem þarf að leysa, starfsmenn sjá á einum stað hvað er fyrirliggjandi. Appið í DMM gerir vinnuna enn aðgengilegri fyrir notendur. Persónuleg þjónusta og ráðgjöf DMM hefur verið með því besta sem við höfum kynnst.

- Ingjaldur Valdiarmsson, verkstæðisformaður hjá SS

 

 

Hjá Steypustöðinni eru mörg tæki sem þarfnast reglulega viðhalds og því hefur DMM auðveldað okkur að halda utan um þær upplýsingar. Einnig býður DMM upp á frábæra og persónulega þjónustu þar sem þeir eru alltaf tilbúnir að aðstoða þegar á þarf að halda

- Rögnvaldur Andri Halldórsson, viðhaldsstjóri Steypustöðvarinnar

 

 

Verne Global gerir miklar kröfur. DMM er öflug lausn, sem er í senn sveigjanleg og einföld. DMM Lausnir bjóða persónulega þjónustu, framar því sem við höfum kynnst, innleiðing hefur gengið vel og kerfið mun hjálpa okkur við uppbyggingu gagnaversiðnaðs á Íslandi

- Albert Eðvaldsson, Tækni- og rekstrarstjóri Verne Global

 

 

DMM lausnir veita frábæra þjónstu og auðvelt er að fá þá aðstoð sem óskað er eftir. Kerfið er lagað og fínpússað eftir þörfum okkar og þannig verður notendaviðmót aðgengilegra. DMM er öflugt verkfæri sem býður upp á að hægt er að sjá stöðu verka. Þetta nýtist m.a. vel vegna rafskoðana, vinnslu athugasemda frá rafskoðunum og til að sjá í hvaða farvegi þær eru

Eyþór Kári Eðvaldsson, öryggisstjóri RARIK

 

 

Selfossveitur eru ört stækkandi veitufyrirtæki og það getur reynst flókið að halda utan um svona starfssemi. Þar sem stöðugt bætist við af búnaði sem þarfnast viðhalds þá er mjög þægilegt að halda utan um eignaskráningu og sögu hvers tækis. Með hjálp DMM verður reglubundið eftirlit og fyrirbyggjandi viðhald leikur einn. Þeir veita einstaklega góða þjónustu sem gerir innleiðingarferlið mjög skilvirkt og þægilegt.“

Grétar Lárus Matthíasson, Verkefna- og Viðhaldsstjóri Selfossveitna.

 

 

DMM kerfið var fyrst tekið í notkun í viðhaldsdeild Bláa Lónsins árið 2004, árið 2015 ákváðum við að breyta ferlum með það að markmiði að nýta kerfið betur. Kerfið hefur því fylgt fyrirtækinu í gegnum öran vöxt og miklar breytingar og gagnast fjölbreyttri starfsemi fyrirtækisins vel í dag. Kerfið heldur meðal annars utan um dagleg viðhaldsverkefni, fyrirbyggjandi viðhald, gátlista og vaktaskýrslur öryggisvarða. DMM kerfið hentar okkur einkar vel  í fjölbreyttri og umfangsmikilli starfsemi við utanumhald með fasteignum og flóknum búnaði sem tengist meðal annars jarðsjávarkerfinu okkar.

Starfsmenn DMM þekkja starfsemi Bláa Lónsins vel, eru lausnamiðaðir og hafa aðlagað kerfið að okkar þörfum. Við stefnum á að nýta DMM kerfið enn betur á næstu misserum og erum spennt fyrir þeim nýjungum sem eru væntanlegar og teljum að muni einfalda aðgengi að því og fá þannig fleiri til að nýta kerfið hér innanhúss.

- Ámundínus Örn Öfjörð, Forstöðumaður fasteigna- og öryggissviðs Bláa Lónsins

 

 

Samskipti okkar við DMM Lausnir eru afar góð og þjónustan er á persónulegum nótum. Lausnir þeirra virka hjá okkur og verkefni eru leyst fljótt og vel

- Starfsmenn Eftirlitsdeildar Orkubús Vestfjarða

 

 

Landsvirkjun gerir miklar kröfur um áreiðanleika og hagkvæmni í viðhaldi vinnslueininga raforku. Viðhaldskerfið frá DMM Lausnum var innleitt fyrir um 20 árum og hefur staðið vel undir okkar kröfum með; háu öryggisstigi, reglulegum uppfærslum, þróun sem fellur vel að okkar starfsemi og góðri þjónustu sem hefur miðað að hagkvæmu langtíma sambandi.

- Þrándur Rögnvaldsson, sérfræðingur í viðhaldsstjórnun hjá Landsvirkjun

 

 

RARIK hefur í tvo áratugi notað hugbúnaðarkerfið DMM fyrir verkáætlanagerð, verkbeiðnagerð, verkumsjón, verkstjórnun, viðhaldsstjórnun og eftirlit. Allan þennan tíma hafa samskiptin við DMM verið einstök, hvort heldur það sé varðandi DMM eða ráðgjöf í notkun DMM. Notkun á vefgátt DMM hjá vinnuflokkum RARIK er að koma einstaklega vel út. Hjá RARIK er DMM miðpunktur hvers verkefnis þar sem hægt er að fylgjast með framgangi verkefnisins.

- Jón Ísaksson Guðmann, deildarstjóri og kerfisstjóri DMM hjá RARIK

 

DMM hefur verið notað með góðum árangri í Svartsengi í meira en áratug, það segir meira en mörg orð!

- Viðhaldsstjóri HS Orku

 

 

Öll þau samskipti, öll þau ár, er ég hef verið í samskiptum við DMM Lausnir, einkennast af skjótum og hömlulausum vinnubrögðum.  Umfram allt eru virkilega lausnamiðaðir starfsmenn hjá DMM og hafa þeir haldbæra reynslu á eigna- og viðhaldsstjórnun er nýtist okkur vel. Kerfið er öflugt, sveigjanlegt og uppfyllir jafnframt allar þær kröfur er okkur væntir í tengslum við eigna- og viðhaldsstjórnun.

- Elvar Aron Björnsson, verkplanari hjá ON