DMM Lausnir logo

Ráðstefna 18.-19. október 2023


Alþjóðleg ráðstefna á vettvangi eigna- og viðhaldsstjórnunar á Íslandi
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
DMM Lausnir og EVS, Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélag Íslands, standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu á vettvangi eigna- og viðhaldsstjórnunar 18. – 19. október á Hotel Reykjavik Natura. Ráðstefnan er jafnframt afmælisráðstefna DMM Lausna, í tilefni af 25 ára afmæli félagsins.
 
Ráðstefnur af þessu tagi og gæðum eru sjaldgæfar á Íslandi og það er því von okkar að fyrirtæki á Íslandi og muni nýta tækifærið og skrá sitt fólk til leiks. Fyrri dagurinn miðast af öllum þeim sem þurfa að kunna skil á eigna- og viðhaldsstjórnun, sérfræðingum og stjórnendum/leiðtogum á sviði eigna- viðhaldsstjórnunar en einnig að stjórum/leiðtogum annarra sviða sem beint og óbeint styðja við málaflokkinn, svo sem í tengslum við öryggistjórnun, mannauðsmál og fjármálastjórnun. Það er jú megin stefið í dag, þ.e.a.s. að brúa bil á milli sviða. Seinni dagurinn felur í sér vinnustofur fyrir þá sem starfa á þessum vettvangi.
 
Sjá nánari upplýsingar um ráðstefnunu / vinnustofur hér. Vinsamlegast skráið ykkur með því að smella á skráningu hér