DMM, Dynamic Maintenance Management system, er hugbúnaðarkerfi fyrir eigna- og viðhaldsstjórnun. DMM er m.a. nota til að:
- Halda utan um staðlaðar verklýsingar og staðlaða gátlista
- Skipuleggja verkefni, bæði stök verkefni og verkefni sem endurtaka sig
- Miðla verkum til starfsmanna
- Áhættumeta verk
- Skrá niðurstöður verka
- Fylla út gát- og eftirlitslista af ýmsu tagi (sem útbúnir eru í kerfinu)
- Fylgja eftir frávikum/flöggum sem koma fram við eftirlit
- Halda utan um tiltæka vinnutíma starfsmanna og áætlaða vinnu starfsmanna
- Halda utan um varahluti
- Skrá grænt bókhald
- Áhættustýra stjórnun viðhaldsmála
- Varðveita útgáfustýrð skjöl
- Miðlun upplýsinga um viðhaldsstjórnun og rekstur
- Skrá vinnutíma starfsmanna
DMM felur m.a. í sér
- Útgáfustýringu fyrir verklýsingar, gátlista og skjöl
- Rekjanleika, til að uppfylla kröfur gæðastjórnunarkerfa
- Sjálfvirkar tölvupóstsendingar
- Vefgátt, sem er hraðvirk og einföld
- Ríka möguleika fyrir spjaldtölvunotkun
- App, sem er auðvelt að nota og skilvirkt
Staðreyndir um DMM:
- Þróun DMM hófst 1993 og frá þeim tíma hefur DMM orðið eitt þekktasta og virtasta viðhalds- og rekstarstjórnunarkerfið á Íslandi.
- DMM hentar fyrirtækjum sem vilja beita skipulegu viðhaldi og eftirliti til að hækka þjónustustig, hámarka arðsemi og áreiðanleika tækjabúnaðar og fasteigna.
- DMM hentar einnig fyrirtækjum sem vilja veita ferlum sínum markvisst aðhald með skipulögðu eftirliti, eftirfylgni með frávikum og gegnsærri skýrslugjöf, hvort sem um er að ræða ferla fyrir framleiðslu, dreifingu eða þjónustu.
DMM er notað af ýmsum aðilum, til að mynda þeim sem listaðir eru hér að neðan. Á undirliggjandi síðum gefur að líta nokkur dæmi um það hvernig DMM er nýtt á mismunandi máta hjá nokkrum fyrirtækjum.
Orkuframleiðsla:
Fasteignir:
STALA - Starfsmannafélag Landsvirkjunar
Rafmagnsdreifing / Hitaveitur / Kaldsvatnsveitur / Fráveitur:
Iðnaðarfyrirtæki:
Matvælaframleiðsla og sjávarútvegur:
Gagnaver: