DMM Lausnir logo

Viðhaldsstjórnun


Viðhaldsstjórnun (e: Asset Management) hefur undanfarin ár notið vaxandi athygli enda er þetta einn af mikilvægustu stjórnunarþáttum fyrirtækja sem byggja rekstur sinn á verðmætum mannvirkum og kerfum þar sem ríkar kröfur eru um uppitíma, áreiðanleika og langlífi búnaðar. Í janúar 2014 leit dagsins ljós fyrsti alþjóðlegi staðallinn um viðhaldsstjórnun, ISO 55000.

Til að útfæra viðhaldsstjórnun þá þurfa fyrirtæki upplýsingakerfi á borð við DMM, en DMM er í flokki svokallaðra CMMS og EAM hugbúnaðarkerfa.

 

Frá því að þróun DMM hófst 1993 þá hefur viðhaldsstjórnun alltaf verið í brennidepli. Þróunin hefur frá upphafi tekið mið af þörfum íslenskra fyrirtækja, þar sem rík áhersla hefur verið lögð á einfaldleika og sveigjanleika. Fyrirtæki sem nota DMM hafa fengið ISO 9001 vottanir fyrir utanumhald viðhaldsmála, en þar gegnir DMM lykilhlutverki.

DMM kerfið styður á margvíslegan máta við viðhaldsstjórnun, en svokallaðar Áætlanir gegna mikilvægu hlutverki þar að lútandi. Áætlanir eru notaðar til að halda utan um eftirlit og fyrirbyggjandi viðhald sem endurtekur sig með reglulegu millibili.