DMM Lausnir logo

Námskeið um Asset and Maintenance strategy - Haust 2018


DMM Lausnir og Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélag Íslands standa fyrir námskeiði um "Asset and Maintenance strategy".  Fyrri hluti námskeiðsins er haldinn 8. - 10. október og sá síðari 7. - 9. nóvember. Námskeiðið fer fram á Reykjavík Hótel Natura, leiðbeinandi er Paul Wheelhouse. Sjá nánari upplýsingar um námskeiðið og Paul Wheelhouse. Þess má geta að Paul var með vinnustofu í tengslum við afmælisráðstefnu DMM Lausna síðastliðið haust og fékk þar einkar góðar umsagnir þeirra sem sóttu vinnustofuna, enda eru vandfundnir hæfari menn en hann til að fara með þetta efni. Tekið er á móti skráningum í gegnum tölvupóst.

 

Markmiðið er að þetta námskeið verði það fyrsta í röð fleiri námskeiða á sviði eigna- og viðhaldsstjórnunar. Það er mat fulltrúa þeirra fyrirtækja sem standa að Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélagi Íslands að það sé þörf fyrir námskeið sem þessi, fyrir þá sem hafa starfað á þessum vettvangi og vilja sækja lengra en ekki síður þá sem hafa nýlega komið inn á sviðið og vilja sækja sér frekari þekkingu um eigna- og viðhaldsstjórnun.

 

Við setjum metnað í að þetta verði flottur viðburður. Verðið er á svipuðum nótum og gengur og gerist fyrir sambærilegar uppákomur hér heima en mun ódýrara en ef þátttakendur þyrftu að fara út fyrir landsteinana.