DMM Lausnir logo

Gæðakerfi


DMM styður við gæðastjórnun á ýmsan máta.

 

Fyrst ber að nefna samspil skjalaðs gæðakerfis og DMM. Hjá þeim viðskiptavinum okkar sem eru með gæðastjórnunarkerfi til staðar, þá vísa verklagsreglur og framkvæmdaskjöl ríkulega til DMM. Til dæmis þannig að fram kemur að tiltekið ferli þurfi að vera til staðar, það skuli nýta ákveðið inntak og skila ákveðnu úttaki og flæði þar á milli þarf að vera rekjanlegt. Síðan er vísað til þess að þetta tiltekna ferli sé útfært í DMM og þar sé rekjanleikinn til staðar sem og þær niðurstöður/skráningar sem ferlið skilar. Við úttekt, þá les úttektaraðili þetta skjal/skjöl gæðakerfisins og fær síðan að sjá í DMM hvernig haldið er utan um ferlið og gengur úr skugga um að það sé í samræmi við skjölun. DMM gegnir jafnan stóru hlutverki við gæðaúttektir viðskiptavina okkar og við höfum oft fengið þau ummæli að úttektir hafi gengið vel og vottun hafi verið veitt ekki síst út á framlag DMM og þess rekjanleika og sýnileika sem það veitir.

 

Í annan stað er rétt að nefna samspil áætlanagerðar, verkefnisstjórnunar og eftirlits, en það samspil er þétt ofið í DMM og skilar rekjanleika allt frá áætlanagerðar, yfir í verklegar framkvæmdireftirlit og flöggun á frávik þar sem við á og afgreiðslu flagga sem og skráningar á þeim aðföngum (varahlutum, efni og manntímum) sem komu við sögu.

 

Loks er rétt að nefna að DMM býður upp á bæði staðlaðar skýrslur og ótakmarkaða möguleika til að framreiða hverjar þær skýrslur sem byggja á þeim gögnum sem DMM heldur utan um.