DMM Lausnir logo

Fréttir


06. nóvember

Vísir hf. velur DMM

Vísir ehf. hefur ákveðið að nýta DMM í þágu eigna- og viðhaldsstjórnunar. Vísir er í senn rótgróið og framsækið íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki. Fyrirtækið rekur frystihús og saltfiskvinnslu í Grindavík og býr yfir góðum skipaflota útbúnum til línuveiða. Vísir hefur að skipa metnaðarfullu og kröftugu starfsfólki og það er okkur mikill heiður að fá að vinna með því góða fólki og leggja okkar af mörkum. Við finnum að hjá Vísi er mikill metnaður fyrir því að gera góða hluti stöðugt betra og við erum þess fullviss að DMM muni gegna góðu hlutverki á þeirri vegferð.

 

Fyrri myndin hér að neðan sýnir Eggert Pálsson hjá Vísi, vinstra megin, og Guðmund Jón Bjarnason DMM Lausnum við undirritum samnings og sú síðari sýnir þá félaga fyrir framan höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.