DMM Lausnir logo

Fréttir


08. apríl

Verne Global velur DMM

Verne Global hefur ákveðið að nota DMM í gagnaveri sínu á Ásbrú í Reykjanesbæ og hafa Verne Global og DMM Lausnir gengið frá samkomulagi þess efnis. Á meðal viðskiptavina Verne eru alþjóðleg fjármálafyrirtæki, sérstök framleiðslufyrirtæki, ásamt fyrirtækjum og stofnunum á sviði menntunar, líftækni og rannsókna og fer þeim hratt fjölgandi samhliða stækkun gagnaversins. Verne Global leggur gríðarlega mikla áherslu á rekstaröryggi og framsæknar lausnir og því í ljósi er það heiður fyrir DMM Lausnir að Verne Global hafi valið DMM. Hlutverk DMM verður sér í lagi að veita farveg fyrir fjölda verkferla í daglegri starfssemi sem miða að því að tryggja öruggan rekstur.

 

Á efri myndinni hér að neðan má sjá hægra megin Helga Helgason, Director of Operations hjá Verne Global, og vinstra megin Guðmund Jón Bjarnason, framkvæmdastjóra DMM Lausna, þegar gengið var frá samkomulagi fyrirtækjanna fyrr í dag.