DMM Lausnir logo

Fréttir


10. febrúar

Þjónustukönnun DMM Lausna

/en/news/

Í lok síðasta árs var þjónustukönnun útfærð. Meðal annars var spurt út í viðmót starfsmanna DMM Lausna og viðbrögð þeirra við athugasemdum og óskum viðskiptavina. Eins var spurt út í viðmót og notagildi DMM kerfisins fyrir viðhalds- og verkstjórnun, eftirlit, áætlanagerð, skráningu gagna og eftirfylgni með frávikum. Könnuninni var beint til helstu tengiliða DMM Lausna hjá viðskiptavinum, könnunin var send til 58 aðila og svarhlutfall var 66%.

 

Í stuttu máli þá voru niðurstöðurnar virkilega ánægjulegar fyrir okkur hjá DMM Lausnum. Spurt var út í valda þjónustuþætti og þætti sem varða hugbúnaðarkerfið okkar, DMM. Við vitum að Íslendingar hafa sterka skoðun á hugbúnaðarkerfum og eru ófeymnir við að láta þær í ljós og það var okkur því mikið ánægjuefni þegar í ljós kom að algengasta einkunn/svar var 4 af 5, þ.e.a.s. 4 - Mjög gott!

 

Myndin að neðan sýnir mat á viðmóti starfsmanna DMM Lausna,

 

 

 

 

 

Næsta mynd sýnir mat á viðbrögðum starfsmanna DMM Lausna við athugasemdum og óskum viðskiptavina

 

 

 

 

 

Dæmi um skriflegar athugasemdir, þar sem spurt var um notagildi DMM

 

--------------------------------------

DMM kerfið skilar þeim niðurstöðum sem sóst er eftir og er form og yfirbragð mjög ásættanlegt.

Kerfið er lipurt og vel í stakk búið til að taka breytingum.

Ég hef aldrei gefið hæstu einkunn í dómum sem þessum. Vil spara mér það þar til seinna ef ykkur dettur í hug betri lausn en sú sem er í brúki í dag!!

--------------------------------------

Viðmótið er einfallt og gott, að minsta kosti fyrir okkur sem notum það stöðugt, einstaka starfsmenn sem eru ekki miklir tölvukarlar þurfa oft aðstoð við að leita að upplýsingum um eldri verk. Mætti vera með örari upprifjunarnámskeið.

--------------------------------------

Stytta alla vinnu við skráningarferli eins og kostur er.

--------------------------------------

 

Við þökkum svarendum kærlega fyrir skilmerkileg og greinargóð svör, sem við munum reyna að nýta okkur sem best við getum með það að leiðarljósi að notendur okkar eru jafnan í öndvegi. DMM hefur frá upphafði verið hannað fyrir notendur kerfisins að teknu tilliti til óska og athugasemda viðskiptavina, þannig hefur það alltaf verið og þannig mun það áfram verða.