DMM Lausnir logo

Fréttir


29. janúar

Steypustöðin tekur DMM í sína þjónustu

Steypustöðin ehf. og DMM Lausnir ehf. gengu í dag frá samkomulagi þess efnis að Steypustöðin mun nýta sér DMM til að skipuleggja eftirlit og viðhald með tækja- og bílaflota Steypustöðvarinnar. Það er einkar ánægjulegt fyrir DMM Lausnir að fá að starfa með Steypustöðinni. Steypustöðin ehf. var stofnuð 1947 af stórhuga frumkvöðlum og hefur í gegnum tíðina tekið þátt í fjölda verkefna um allt land og tekið þátt í uppbyggingu íslensk atvinnulífs í orðsins fyllstu merkingu. Umsvifin eru mikil í dag og vaxandi. Starfsstöðvar Steypustöðvarinnar  eru í Reykjavík, Selfossi, Hafnafirði, Reykjanesbæ og Vík.

 

Myndin hér að neðan er tekin fyrir framan húsnæði Steypustöðvarinnar á Malarhöfða í Reykjavík, en húsnæðið er reyst á grunni fyrstu steypustöðvar landsins, sem var byggð 1947. Myndin sýnir frá vinstri til hægri, Alexander G. Alexandersson, framkvæmdastjóra Steypustöðvarinnar, Önnu Stellu Guðjónsdóttur, fjármálastjóra, Söndru Westphal-Wiltschek, sem leiðir innleiðingu DMM og Guðmund Jón Bjarnason frá DMM Lausnum.