21. september
Skoðanir raforkuvirkja, nýr athugasemdalisti frá MVS
Mannvirkjastofnun hefur gefið út nýjan athugasemdalista fyrir skoðanir háspennuvirkja. Nýi listinn byggir á stöðlunum ÍST EN 61936-1:2010 og ÍST EN 50522:2010. Hann hefur fengið vinnuheitið "600 - listinn" hjá okkur og kemur í stað "170 - listans". Við höfum gengið frá listanum í DMM gagnagrunnum þeirra viðskiptavina okkar sem hafa með skoðun háspenntra virkja að gera. Listinn verður þó ekki virkjaður fyrr en um áramót, nema beðið verði um það sérstaklega. Listar MVS eru sér í lagi notaðir af skoðunarstofum við úttektir á raforkuvirkjum.