DMM Lausnir logo

Fréttir


18. desember

Samingur við Logi Analytics

DMM Lausnir hafa gert samning við Logi Analytics, sem er bandarísk fyrirtæki með útibú víða um heim, meðal annars í Gautaborg. Samningurinn felur í sér að DMM Lausnir geta nýtt sér gagnagreiningartól Logi Analytics sem íhlut í DMM. Þetta gerir okkur mögulegt að nýta þau gögn sem DMM og tengd kerfi hafa að geyma og bjóða gagnagreiningu og skýrslugjöf á pari við það sem best þekkist í heiminum í dag. Þróunarstefna Logi Analytics samræmist vel þróunarstefnu DMM Lausna, þ.e.a.s. að bjóða öfluga hugbúnaðarlausn sem hægt er að fella inn í það umhverfi sem best hentar hverjum viðskiptavini fyrir sig. Myndin hér að neðan var tekin við undirritun samkomulags DMM Lausna og Logi Analytics. Sitjandi frá vinstri til hægri eru Peter Fredriksson frá Logi og Guðmundur Jón Bjarnason frá DMM Lausnum. Standandi frá vinstri til hægri eru Johan Dahlberg frá Logi og Jón Ingi Sveinbjörnsson frá DMM Lausnum. Þeir Peter og Johan eru báðir staðsettir í Gautaborg, en þess má geta að myndin er tekin af Steven Schneider sem er Chief Product Officer hjá Logi Analytics.