27. apríl
Öryggismál og áhættugreining verka, fundur 11. maí 2017
Öryggismál og áhættugreining verka er nokkuð sem nýtur verðskuldað vaxandi athygli. DMM hugbúnaðarkerfið styður við þennan mikilvæga málaflokk. Á fundi Félags Viðhaldsstjórnunar á Íslandi (FVSI) þann 11. maí næstkomandi, þá mun Fjalar Ríkharðsson hjá Norðuráli segja frá þeirra reynslu og nálgun á þessi mál. Fundurinn er fyrir þau fyrirtæki sem eiga aðild að FVSI, en öllum fyrirtækjum er velkomið að gerast aðilar fyrir hönd sinna starfsmanna.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
-------------------
11. maí 2017
Viðburður: Öryggismál viðhaldsverka og EFNMS aðild félagsins - kynningar og umræður.
Tímasetning: 14:00-16:00
Staðsetning: HRV, Urðarhvarfi 6
Dagskrá:
- Kynning á Félagi viðhaldsstjórnunar á Íslandi, FVSI - Steinar Ísfeld Ómarsson, Alcoa
- Kynning á Evrópusamtökum viðhaldsmála, EFNMS, og aðild FVSI þar að - Guðmundur Jón Bjarnason, DMM Lausnir
- Kaffi
- Öryggismál, með áherslu á persónuáhættugreiningu viðhaldsverka - Fjalar Ríkharðsson, Norðurál
- Umræður
- Kynning á næsta viðburði FVSI - Steinar Ísfeld Ómarsson, Alcoa