DMM Lausnir logo

Fréttir


01. júlí

Nýr starfsmaður DMM Lausna, Jón Ingi Sveinbjörnsson

Jón Ingi Sveinbjörnsson er nýr starfsmaður DMM Lausna. Jón Ingi er vel menntaður, reynslumikill og öflugur tölvunarfræðingur sem mun gegna stöðu þróunarstjóra DMM Lausna. Hann er útskrifaður með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2009 og MSc gráðu í upplýsingatækni frá Edinborgarháskóla 2010 og lagði þar áherslu á lífupplýsingafræði, kerfislíffræði og vélrænt nám. Áður en Jón Ingi gekk til liðs við DMM Lausnir 2015, þá vann hann sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Azazo og hefur einnig starfað um árabil sem sjálfstæður verktaki í hugbúnaðargerð og viðskiptagreind. Jón Ingi hefur bæði kennt áfanga, á BSc og MSc stigi og stundað rannsóknir við Háskólann í Reykjavík. Við bjóðum Jón Inga hjartanlega velkominn í einvala hóp starfsmanna og fögnum því að fá að njóta starfskrafta hans við áframhaldandi metnaðarfulla síþróun DMM.