16. desember
Ný útgáfa DMM, DMM 3.5, komin út
Ný útgáfa DMM, DMM 3.5, hefur verið gefin út. Líkt og aðrar útgáfur DMM þá ber hún þess merki kröftugrar síþróunar DMM, þar sem við statt og stöðugt bætum og aukum við þá virkni sem fyrir er. Nýjar einingar eru svokölluð "Lifandi verk" og "Viðmið verklýsinga". Með "Lifandi verkum" er auðvelt fyrir starfsmenn að klukka sig inn og út af verkum sem verið er að vinna við á hverjum tíma og með "Viðmiðum verklýsinga" er hægt að setja upp viðmið fyrir "föst leikatriði" á borð við eftirlit og fyrirbyggjandi viðhald sem stjórnendur og starfsmenn svæða nýta sér. DMM 3.5 hefur þegar verið sett upp hjá viðskiptavinum og fer vel af stað.