Ný útgáfa DMM, DMM 3.2
Síþróun DMM heldur áfram á hverju ári í nánu samstarfi við viðskiptavini fyrirtækisins. Þessi síþróun er mikilvægur þáttur í sífellt aukinni notkun kerfisins og gerir okkur mögulegt að mæta vaxandi kröfum. Þemaverkefni ársins í ár vörðuðu ástandsstýrt viðhald og verkefnastjórnun. Hvað varðar ástandsstýrt viðhald, þá tókst vel til með að flétta saman fyrirliggjandi lausnir á vettvangi viðhaldsstjórnunar og nýjungar í tengslum við greiningu á þekktum bilanahömum, fyrirbyggjandi ráðstöfunum og ástandsvísum tækja. Hvað varðar verkefnastjórnunina, þá stendur upp úr nýr Gantt gluggi sem er að fullu samhæfður öðrum gluggum og virkni kerfisins. Ný útgáfa hefur þegar verið sett upp hjá fyrstu viðskiptavinum kerfisins og þá um leið leit dagsins ljós lítið eitt breytt nýtt íkon DMM, sjá mynd.