Kynning á ISO 55000 á vegum FVSI
Þann 27. mars var framkvæmdastjóri DMM Lausna, Guðmundur Jón Bjarnason, með kynningu á nýja staðlinum fyrir Asset Management, ISO 55000. Kynningin var haldin í Hellisheiðarvirkjun og var á vegum Félags viðhaldsstjórnunar á Íslandi, en DMM Lausnir eru í hópi stofnaðila þess félags.
Kynningin var vel sótt og voru fundarmenn almennt sammála um það að nýi staðallinn feli í sér ýmislegt nýtt en mörg íslensk fyrirtæki munu enga að síður eiga þess kost að uppfylla staðalinn tiltölulega fljótt með viðeigandi ráðstöfunum. Til dæmis og sér í lagi þau fyrirtæki sem þegar eru með gæðakerfi sem nær til málaflokksins viðhaldsstjórnun (asset management).
Velkomið er að hafa sambandi við Guðmund, [email protected], til að fá nánari upplýsingar um erindið.