FVSI orðið aðili að Evrópusamtökum viðhaldsmála, EFNMS
Frá því að Félag Viðhaldsstjórnunar á Íslandi, FVSI, var stofnað árið 2009, þá hefur það verið eitt að stefnumálum félagsins að gerast aðili að Evrópusamtökum viðhaldsmála, EFNSM. Markmiðið með aðild er m.a. að styrkja og dýpka þekkingargrunn félagsins þannig að það verði betur í stakk búið að styðja við viðhaldsstjórnunarmálaflokkinn á Íslandi auk þess að taka þátt í þekkingarmiðlun og þekkingarsköpun í samstarfi við aðrar þjóðir í Evrópu.
FVSI lagði nýverið fram formlega aðildarumsókn og á „General Assembly“ fundi EFNMS í Tékklandi þann 22. október síðastliðinn þá kynnti Guðmundur Jón Bjarnason FVSI fyrir meðlimum EFNMS sem í kjölfarið tóku umsókn FVSI til afgreiðslu. Umsóknin var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og er FVSI þannig formlega orðinn aðili að EFNMS.
Á fyrri myndinni hér að neðan má sjá Herman Baets, fráfarandi formann EFNMS, vinstra megin og Guðmund Jón Bjarnason, stjórnarmann FVSI hægra megin. Myndin var tekin á Euromaintenance í Aþenu í maí 2016 en á þeim fundi var möguleg aðild FVSI fyrst rædd við formann EFNMS, sem var því mjög fylgjandi.
Neðri myndin var tekin á General Assembly fundinum í Tékklandi þann 22. október síðastliðinn. Þar má sjá næst í mynd fulltrúa Svíþjóðar, Mikaelu, Christer og Jan. Þar á eftir koma þau Ellen og Sil frá Hollandi. Nýkjörin formaður EFNMS frá Grikklandi, Cosmas Vamvalis, sést standandi. Honum á vinstri hönd eru Franco frá Ítalíu og David frá Þýskalandi, en þeir Franco og David eru gjaldkeri og ritari EFNMS. Franco er einnig formaður TC 319 um Maintenance.