02. desember
Fundur hjá FVSI 11.11.'11
Þann 11. nóvember s.l. var haldinn félagsfundur hjá FVSI, Félagi Viðhaldsstjórnunar á Íslandi. Fundurinn var haldinn hjá Orkuveitu Reykjavíkur, í Hellisheiðarvirkjun. Mæting á fundinn var góð, en til funda sem þessa er boðað þetta 2 - 4 sinnum á ári, þar sem starfsmenn fyrirtækja sem eiga aðilda að FVSI koma saman og ræða viðhaldsstjórnun og deila hugmyndum og lausnum. DMM Lausnir eru í hópi stofnaðila FVSI, en félagið er opið öllum fyrirtækjum og er rekið án hagnaðarmarkmiða, sjá nánar á www.fvsi.is
Myndirnar hér að neðan sýna Sæmund hjá OR kynna erindi sitt og Óskar hjá OR leiða fundarmenn um vélasali Hellisheiðarvirkjunar.