DMM Lausnir logo

Fréttir


13. desember

Framkvæmdastjóri DMM Lausna fulltrúi hjá EFNMS, Evrópusamtökum viðhaldsstjórnunar

Framkvæmdastjóri DMM Lausna, Guðmundur Jón Bjarnason, hefur verið valinn sem fulltrúi FVSI - Félags Viðhaldsstjórnunar á Íslandi - hjá EFNMS, Evrópusamtökum viðhaldsmála.

Sem fulltrúi hjá EFNMS mun Guðmundur, fyrir hönd FVSI, hafa aðgang að helstu straumum og stefnum í þróun viðhaldsmála í Evrópu og heiminum, með það að markmiði að styðja við þennan málaflokk á Íslandi og taka þátt í þeirri þróun sem er framundan.