DMM Lausnir logo

Námskeið um Asset and Maintenance management - Haust 2019


DMM Lausnir og Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélag Íslands stóðu fyrir námskeiði um "Asset and Maintenance strategy" síðasta haust. Þar var í stórum dráttum farið yfir helming sviðsins ef svo má segja, það er að segja helming þess efnis sem hefur með þennan vettvang að gera. Ákveðið hefur verið að bæta við öðru námskeiði þar sem verður farið yfir "hinn helminginn". 

 

Námskeiðið verður haldið 7. - 8. október 2019 og svo aftur 6. - 7. nóvember 2019. Námskeiðið fer fram á Reykjavík Hótel Natura, leiðbeinandi er Paul Wheelhouse. Sjá nánari upplýsingar um námskeiðið og Paul Wheelhouse. Þess má geta að fyrra námskeiðið tókst sértaklega vel og fékk einkar góðar umsagnir þeirra sem það sóttu, enda eru vandfundnir hæfari menn en hann til að fara með þetta efni. Tekið er á móti skráningum í gegnum tölvupóst.

 

Í framhaldi þessa námskeiðs er gert ráð fyrir fleiri námskeiðum á sviði eigna- og viðhaldsstjórnunar sem DMM Lausnir muni standa fyrir í samstarfi við Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélagi Íslands, fyrir þá sem hafa starfað á þessum vettvangi og vilja sækja lengra en ekki síður þá sem hafa nýlega komið inn á sviðið og vilja sækja sér frekari þekkingu um eigna- og viðhaldsstjórnun.

 

Við setjum metnað í að þetta verði flottur viðburður. Verðið er á svipuðum nótum og gengur og gerist fyrir sambærilegar uppákomur hér heima en mun ódýrara en ef þátttakendur þyrftu að fara út fyrir landsteinana.

 

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá námskeiðinu síðasta haust: