DMM Lausnir logo

DMM ráðstefna um eigna- og viðhaldsstjórnun 11. - 12. okt. 2017


DMM Lausnir ehf. fagna 20 ára afmæli í ár, 2017. Þökk sé frábærum starfsmönnum og frábærum viðskiptavinum, þá stendur fyrirtækið vel af vígi og það sama má segja um hugbúnaðarkerfið okkar, DMM, sem hefur verið þróað samfellt í 20 ár. Auk þess skynjum við að vettvangurinn eigna- og viðhaldsstjórnun nýtur verðskuldað vaxandi viðurkenningar og athygli og við horfum björtum augum til spennandi framtíðar.

 

Í tilefni afmælisins þá munum við halda ráðstefnu fimmtudaginn 12. október. Ráðstefnan mun bera yfirskriftina "Vegvísir", sem vísar til íslenska galdrastafsins Vegvísis sem varnar því að maður villist í vonskuveðrum og á ókunnum slóðum. Í anda þessa yfirskriftar þá verður þema ráðstefnunnar staða viðhaldsmála í dag með vísun til góðra lausna hérlendis og erlendis og hvað ætla megi að nálæg framtíð beri í skauti sér. Við vonumst til að ráðstefnan verði þannig hluti af huglægum eigna- og viðhaldsstjórnunar vegvísi þeirra sem þátt taka og muni varna okkur að villast í hugsun og hjálpa til með að taka góða stefnu inn í komandi ár.

 

Vinnustofa miðvikudaginn 11. október 9:00 - 16:30 Hótel Natura Reykjavík

Vinnustofa verður haldin miðvikudag 11. október. Vinnustofan ber titilinn "Asset management: Where are we today and where do we go from here". Vinnustofan verður í höndum Paul Wheelhouse og Bjarna Ellert Ísleifssonar. Hér er að finna nánari upplýsingar um vinnustofuna. Vinsamlegast gefið því gaum að fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 30 manns! þannig að það er um að gera að tryggja sér sæti sem fyrst. Vinsamlegast skráið ykkur með að senda tölvupóst þar sem fram kemur nafn/nöfn, fyrirtæki og netfang þátttakenda, staðfesting verður send til baka.

 

Ráðstefna fimmtudaginn 12. október 9:00 - 17:00 Hótel Natura Reykjavík

Ráðstefnan sem slík verður, eins og áður segir, haldinn fimmtudaginn 12. október. Hér er að finna nánari upplýsingar um ráðstefnuna. Við leggjum jafnan mikinn metnað í þær ráðstefnur sem við höldum og teljum okkar geta lofað góðri og tímabærri ráðstefnu um mikilvægan málaflokk. Vinsamlegast skráið ykkur með að senda tölvupóst þar sem fram kemur nafn/nöfn, fyrirtæki og netfang þátttakenda, staðfesting verður send til baka.

 

Sjá frétt í ráðstefnulok

 

----------------------------------------

 

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá síðustu ráðstefnu DMM Lausna, sem haldin var í mars 2015.