DMM Lausnir logo

News


27. April

Öryggismál og áhættugreining verka, fundur 11. maí 2017

Öryggismál og áhættugreining verka er nokkuð sem nýtur verðskuldað vaxandi athygli. DMM hugbúnaðarkerfið styður við þennan mikilvæga málaflokk. Á fundi Félags Viðhaldsstjórnunar á Íslandi (FVSI) þann 11. maí næstkomandi, þá mun Fjalar Ríkharðsson hjá Norðuráli segja frá þeirra reynslu og nálgun á þessi mál. Fundurinn er fyrir þau fyrirtæki sem eiga aðild að FVSI, en öllum fyrirtækjum er velkomið að gerast aðilar fyrir hönd sinna starfsmanna.

 

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

-------------------

11. maí 2017

Viðburður: Öryggismál viðhaldsverka og EFNMS aðild félagsins - kynningar og umræður.

Tímasetning: 14:00-16:00

Staðsetning: HRV, Urðarhvarfi 6

Dagskrá:

  1. Kynning á Félagi viðhaldsstjórnunar á Íslandi, FVSI - Steinar Ísfeld Ómarsson, Alcoa
  2. Kynning á Evrópusamtökum viðhaldsmála, EFNMS, og aðild FVSI þar að - Guðmundur Jón Bjarnason, DMM Lausnir
  3. Kaffi
  4. Öryggismál, með áherslu á persónuáhættugreiningu viðhaldsverka - Fjalar Ríkharðsson, Norðurál
  5. Umræður
  6. Kynning á næsta viðburði FVSI - Steinar Ísfeld Ómarsson, Alcoa