DMM Lausnir logo

News


01. March

Algalíf velur DMM

Algalíf hefur ákveðið að nota DMM í starfsstöð sinni á Ásbrú í Reykjanesbæ og hafa Algalíf og DMM Lausnir gengið frá samkomulagi þess efnis. Líftæknifyrirtækið Algalíf sérhæfir sig í ræktun á örþörungum og vinnslu á lífvirkum efnum (Astaxanthin) sem notuð eru í heilsuvörur af ýmsu tagi. Fyrirtækið hefur verið starfrækt á Ásbrú síðan 2013 og er nú unnið að því hörðum höndum að byggja nýja og glæsilega verksmiðju sem margfaldar framleiðslugetu fyrirtækisins. Starfsmenn verða þannig rúmlega 80 þegar fullum afköstum verður náð 2023. Algalíf leggur mikla áherslu á reksrar-, persónu- og umhverfisöryggi og framsæknar lausnir þar að lútandi og það er heiður fyrir DMM Lausnir að Algalíf hafi valið DMM. DMM verður nýtt til að halda utan um margvíslega ferla á vettvangi eigna- og viðhaldsstjórnunar með skilvirkni, gegnsæi og rekjanleika að leiðarljósi.