DMM Lausnir logo

News


30. September

Ný útgáfa DMM, DMM 3.6 gagnagreining

Ný útgáfa DMM, DMM 3.6, hefur litið dagsins ljós. Þessi nýja útgáfa felur í sér gagnagreiningu (BI) og skýrslugjöf á pari við það sem gerist best í heiminum í dag. Við útfærslu lausnarinnar var stuðst við "íhlut" (embedded object) frá fyrirtækinu Logi Analytics, sem er af sama meiði og Tableau, Qlik og fleiri fyrirtæki, en Gartner valdi fyrr á árinu þessa lausn frá Logi sem bestu "embedded BI" lausnina í heiminum í dag.

 

DMM 3.6 er þegar komin í notkun hjá fyrsta viðskiptavini okkar og mun fljótlega verða dreift til fleiri. Viðbrögð til þessa hafa verið mjög góð.