DMM Lausnir logo

News


02. December

Ný útgáfa DMM á lokastigum prófunar

Að venju hafa DMM Lausnir keyrt ákveðið þróunarþema þetta árið, sem aftur gefur af sér nýjar kerfiseiningar í DMM. 

 

Ný útgáfa DMM er í lokaprófunum og verður klár til afhendingar nú í desember. Helstu nýjungar eru nýtt mælaborð (dashboard), sérstakt fyrirkomulag fyrir farganir, í tengslum við grænt bókhald, frátektarkerfi fyrir til dæmis sérhæfð verkfæri og mælitæki og nýtt pöntunarkerfi í tengslum við meðhöndlun varahluta. Jafnramt fylgja nýrri útgáfu, að venju, ýmsar minni nýjungar í tengslum við þær einingar sem eru þegar til staðar, en slíkar nýjungar koma margar hverjar til vegna þessa góða sambands sem við höfum við okkar viðskiptavini. Við leggjum okkur fram um, að það sé greið og einföld leið frá góðri hugmynd viðskiptavinar til útfærslu í DMM, þannig varð kerfið til í upphafi, þannig hefur það þróast í hartnær tvo áratugi og þannig mun það halda áfram að þróast með viðskiptavinum okkar, um leið og við tökum mið að nýjum möguleikum í tengslum við síþróun stýrikerfa, gagnagrunna og þróunartóla.