Euromaintenance 4.0 og EFNMS GA fundur
Euromaintenance 4.0 ráðstefnan lauk í vikunni. Euromaintenance er haldinn á tveggja ára fresti, þetta skiptið var hún haldin í Antwerpen Belgíu. Alls mættu rúmlega 1300 þátttakendur og ráðstefnan var einkar vel lukkuð. Eðlilega var IIoT og 4.0 málefni fyrirferðarmikil, þar sem m.a. var rætt um snjalla skynjara, vistun gagna í skýinu og gervigreind.
Um síðustu helgi, í aðdraganda ráðstefnunnar, var haldin svokallaður "General Assembly (GA)" fundur evrópsku viðhaldsstjórnunarsamtakanna, EFNMS, þar sem framkvæmdastjóri DMM Lausna, Guðmundur Jón Bjarnason, situr fyrir hönd Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélag Íslands. Á þeim fundi var meðal annars fjallað um "EFNMS Body of Knowledge" og verkefni sem varðar frekari kortlagningu á þekkingu á þessum vettvangi og vottun, Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélag Íslands tekur þátt í þessu verkefni.
Ráðstefnuna sóttu fjórir fulltrúar frá Íslandi, þá má sjá fyrstu myndinni hér að neðan, frá vinstri til hægri eru þetta Guðmundur Jón Bjarnason frá DMM Lausnum, Sæmundur Guðlaugsson frá Orku náttúrunnar, Þrándur Rögnvaldsson frá Landsvirkjun og Steinar Ísfeld frá Alcoa
Næsta mynd var tekin á GA fundinum, nánar tiltekið af fundi ECC nefndarinnar.
Hér má sjá alla fundarmenn GA fundarins fyrir framan lestarstöðina í Antwerpen
Og hér er loks mynd frá einum ráðstefnusal Euromaintenance ráðstefnunnar