DMM Lausnir logo

News


07. June

EUROMAINTENANCE 2016, DMM Lausnir á staðnum

Evrópusamtök viðhaldsstjórnunar, EFNMS, héldu EUROMAINTENANCE 2016 ráðstefnu í Aþenu í síðustu viku, EUROMAINTENANCE ráðstefnan er haldin annað hvert ár. 

Framkvæmdastjóri DMM Lausna, Guðmundur Jón Bjarnason, sótti ráðstefnuna. Vinnustofur og erindi voru mörg hver mjög áhugaverð og það er ljóst að framundan er talsverð þróun á vettvangi viðhaldsstjórnunar, m.a. með tilkomu Industry 4.0 sem mun klárlega hafa varanleg áhrif til framtíðar.

Á efstu myndinni hér að neðan má sjá Guðmund með Herman Baets, formanni EFNMS. Þar á eftir er mynd af þeim sem voru verðlaunaðir fyrir gott innlegg á ráðstefnunni en þar á meðal voru Jason Tranter, þriðji frá hægri, og Zensuke Matsuda, fjórði frá hægri. Jason Tranter var með gott erindi um mikilvægisgreiningu búnaðar og Matsuda með gott erindi um TPM í nútið og framtíð. Loks er mynd sem tekin er út hinu nýja Akrapolis safni, sem sýnir tvær af svokölluðum Karytatid kvennmannssúlum, en það er vart hægt að vísa til vöggu vestrænnar siðmenningar án þess að vísa til þeirra minja sem þar er að finna.