DMM Lausnir logo

News


13. December

DMM og Straumlínustjórnun / Lean Management

Við hjá DMM Lausnum erum mjög áhugasöm um straumlínustjórnun. Við vinnum að mörgu leiti í anda straumlínustjórnunar og höfum í gegnum tíðin sótt styttri og lengri námskeið til fróðleiks og vottunar. Það er gaman að segja frá því að sumir viðskiptavina okkar eru farnir að tileinka sér ýmsa þætti straumlínustjórnunar með hjálp DMM.

DMM er meðal annars notað til að:

  • Gera flæði verkefna sýnilegt, rafrænt innan kerfisins og/eða með útprentun "töflumiða".
  • Mæla flæði verkefna, bæði fjölda verkefna "í pípunni" og hversu hratt þau hreyfast
  • Gera galla/frávik sýnileg og meðhöndlun þeirra
  • Taka við og halda utan um úrbótatilkynningar, sem oft á tíðum er veitt áfram í úrbótaverkefni
  • Prenta út skýrslur sem notaðar eru á töflufundum og víðar