
DMM Lausnir ehf. er framsækið hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtæki með sterkar rætur.
Hvað er DMM?
Hópur flottra og framsækinna fyrirtækja eiga það sameiginlegt að vera ánægðir notendur DMM hugbúnaðarkerfisins frá DMM Lausnum fyrir eigna– og viðhaldsstjórnun, heilbrigðiskerfi vélbúnaðar og fasteigna, með það að markmiði að:
Auka persónuöryggi
Auka rekstraröryggi
Auka sjálfbærni
Lengja líftíma vélbúnaðar og fasteigna
Lækka viðhaldskostnað
Kynntu þér ánægjurannsókn sem gerð var meðal notenda kerfisins, sjá hér
Kynntu þér ánægjurannsóknina
12. desember 2025
DMM felur í sér mikinn rekjanleika fyrir hvers kyns eftirlit, ástandsmat og uppákomur. Meðal annars felur DMM í sér flöggun á viðburði eða skráningar sem gefa til kynna óeðlilegt ástand eða að eitthvað hafi farið úrskeiðis. Þau flögg, einnig kölluð "dæmingar", er síðan hægt að setja í viðeigandi úrlausnarferli í DMM. Eftir sem áður getur þeirri úrlausn fylgt hvers konar skjölun en til viðbótar býður DMM nú staðlaða rótargreiningu í formi "5 af hverju" sem er auðvelt að hnýta við flögg sem fela í sér alvarleg frávik. Dæmi um 5 af hverju rótargreiningu gæti til dæmis verið á þessum nótum: Vandmál: Það er vatn á gólfinu Af hverju 1: Pípa í loftinu lekur Af hverju 2: Þrýstingurinn er of hár Af hverju 3: Stjórnlokinn virkar ekki rétt Af hverju 4: Stjórnlokar hafa ekki verið prófaðir Af hverju 5: Það eru ekki til staðar reglubundnar prófanir

25. nóvember 2025
Í DMM eru skráðar mikilvægar upplýsingar til dæmis í tengslum við ástandsmat mikilvægs búnaðar, úttektir af ýmsu tagi, upplýsingar um tækjabúnað, framgang stórra verka og aðkomu verktaka þar að og tjón af ýmsu tagi og meðhöndlun tjóna og bilana. Sumar þessar skráningar eru þess eðlis að það er heppilegt og á stundum mikilvægt að skráningarnar séu staðfestar að fleirum en einum aðila sem geta verið innan viðkomandi fyrirtækis eða utan þess. Í DMM er þetta nú mögulegt með rafrænum undirritunum sem við höfum útfært í góðu samstarfi við Dokobit by Signicat sem hafa getið sér gott orð hér á landi og víðar fyrir örugga og notendavæna meðhöndlun rafrænna undirskrifta.

24. október 2025
Frystihús Samherja á Dalvík er í hópi framsæknustu fiskvinnsluhúsa landsins enda hefur það fengið alþjóðlega athygli fyrir tæknilausnir og aðbúnað. Þar á bæ nota starfsmenn DMM fyrir fyrirbyggjandi viðhald og eftirlit og ástandsmat eigna- og tækjabúnaðar. Auk þess er á hverjum degi framkvæmt metnaðarfullt gæðaeftirlit í öllu vinnsluferlinu til að tryggja að hreinleika vörunnar og gæði vinnslunnar. Gæðaeftirlitið er framkvæmt af starfsmönnum sem nota DMM appið, flaggað er á hvers kyns frávik og Í DMM verða sjálfkrafa til gagnvirkar skýrslur sem eru notaðar fyrir innra og ytra eftirlit. Starfsmenn Samherja hafa verið virkilega hugmyndaríkir varðandi það að nýta sér DMM fyrir ýmsa þætti starfseminnar og enn fremur fylgt ferlinu frá hugmyndum að innleiðingu nýrra ferla í DMM kröftulega eftir þannig að sómi er af.