
DMM Lausnir ehf. er framsækið hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtæki með sterkar rætur.
Hvað er DMM?
Hópur flottra og framsækinna fyrirtækja eiga það sameiginlegt að vera ánægðir notendur DMM hugbúnaðarkerfisins frá DMM Lausnum fyrir eigna– og viðhaldsstjórnun, heilbrigðiskerfi vélbúnaðar og fasteigna, með það að markmiði að:
Auka persónuöryggi
Auka rekstraröryggi
Auka sjálfbærni
Lengja líftíma vélbúnaðar og fasteigna
Lækka viðhaldskostnað
Kynntu þér ánægjurannsókn sem gerð var meðal notenda kerfisins, sjá hér
Kynntu þér ánægjurannsóknina
24. október 2025
Frystihús Samherja á Dalvík er í hópi framsæknustu fiskvinnsluhúsa landsins enda hefur það fengið alþjóðlega athygli fyrir tæknilausnir og aðbúnað. Þar á bæ nota starfsmenn DMM fyrir fyrirbyggjandi viðhald og eftirlit og ástandsmat eigna- og tækjabúnaðar. Auk þess er á hverjum degi framkvæmt metnaðarfullt gæðaeftirlit í öllu vinnsluferlinu til að tryggja að hreinleika vörunnar og gæði vinnslunnar. Gæðaeftirlitið er framkvæmt af starfsmönnum sem nota DMM appið, flaggað er á hvers kyns frávik og Í DMM verða sjálfkrafa til gagnvirkar skýrslur sem eru notaðar fyrir innra og ytra eftirlit. Starfsmenn Samherja hafa verið virkilega hugmyndaríkir varðandi það að nýta sér DMM fyrir ýmsa þætti starfseminnar og enn fremur fylgt ferlinu frá hugmyndum að innleiðingu nýrra ferla í DMM kröftulega eftir þannig að sómi er af.

19. september 2025
Sláturfélag Suðurlands rekur stærstu kjötvinnslu landsins á Hvolsvelli. Þar eru mörg handtök sem þarf að vinna til að tryggja tiltæki framleiðslubúnaðar og rekstraröryggi. DMM er leiðandi í því að halda utan um reglubundin sem og tilfallandi verkefni sem þarf að útfæra. Oft reynist nauðsynlegt að hliðra til verkum til dæmis vegna nýrra tækja eða bilana en það má treysta því að reglulegu verkin gleymast ekki og hægt er að forgangsraða þeim með auðveldum hætti. Kostnaðargreining er líka auðveld þar sem vel er haldið utan um manntímaskráningu og varahlutanotkun.

1. september 2025
Ný heimasíða DMM Lausna fór í loftið í dag. Síðan var sett upp af Dacoda og við gerð hennar nutum við ráðgjafar Jakobs Ómarsson, við þökkum Jakobi og Dacoda mönnum kærlega fyrir flotta vinnu. Við teljum að vel hafi tekist til, síðan kemur á framfæri megináherslum DMM og eigna- og viðhaldsstjórnunar og flæði er þægilegt og einfalt. Eins og fram kemur á síðunni, þá erum við alltaf tilbúnir til skrafs og ráðagjafar og frekari upplýsingamiðlun til þeirra fyrirtækja sem hafa hug á að nýta sér DMM fyrir markvissa og skilvirka eigna- og viðhaldsstjórnun.