DMM Lausnir logo

DMM í aflstöðvum ON


 

Sú þjónusta og viðbragðsflýti sem ég hef kynnst hjá DMM Lausnum ehf. er öðrum hugbúnaðarþjónustuaðilum til eftirbreytni. Starfsmenn DMM Lausna hafa góða þekkingu á viðhaldsmálum og njótum við góðs af því við notkun DMM.
- Viðhaldsstjóri Jarðgufuvirkjana ON

 

 

 


Hjá ON er DMM notað fyrir mikilvæga þætti í starfssemi fyrirtækisins, m.a.:

 

  • Viðhaldsstjórnun, sem felur í sér í sér skipulagningu og útfærslu viðhalds og lagfæringa.
  • Eftirlit, sem felur í sér að skipuleggja og útfæra mælingar og eftirlit.
  • Tímaskráningu starfsmanna
  • Lagerstjórnun í aflstöðvum, til þess að tryggja að jafnan séu til staðar þeir varahlutir sem þurfa að lágmarki að vera til staðar til að tryggja rekstraröryggi.


Verkbeiðnir stýra öllum verkum í kerfinu, hvort sem það eru regluleg verk sem unnin eru á einhverjum ákveðnum tímabilsfresti eða stök tilfallandi verk.
Vinnsla með verkbeiðnir er einföld og fljótleg. Með því að halda utan um verk sem á að vinna í kerfinu næst yfirsýn yfir hvaða verk eru unnin af hverjum og hvenær. Mögulegt er að rekja verkferli, allt frá útgáfu verkbeiðni til útfærslu verks, þ.e.a.s. hver bjó til verkbeiðni og hvenær, hver samþykkti verkið og svo framvegis.


Eftirlit er framkvæmt með því að fylla út gátlista. Gátlistarnir eru samsettir af mælingum og spurningum eins og við á í hvert skipti. Gátlistum eru svarað á handtölvum til að spara pappírsnotkun og tíma.

 

Við uppbyggingu gátlista er haft í huga að hafa þá einfalda og fljótlega í útfyllingu. Boðið er upp á marga möguleika varðandi úrvinnslu þeirra gagna sem er safnað saman. Gögnin eru m.a. notuð til að fá yfirlit yfir gæði framleiðslunnar og hvort verk séu unnin eins og gæðahandbók fyrirtækisins segir til um. Hér að neðan er einföld mynd sem sýnir á skematískan máta ferlið frá markmiðasetningu til útfærslu eftirlits og svo aftur til afgreiðslu frávika sem koma í ljós. Sýnt er dæmi um einfaldan gátlista og skýrslu.

 

 

Í stuttu máli:

 

  • DMM aðstoðar ON við að skipuleggja og vinna verkefni sem varða viðhald, eftirlit og lagfæringar í aflstöðvum fyrirtækisins og í tengslum við borholur. Þetta er mjög mikilvægur þáttur starfseminnar eins og gefur að skilja, enda gera viðskiptavinir fyrirtækisins kröfur um öruggt aðgengi að rafmagni og vatni og það verður ekki tryggt nema með skipulögðu viðhaldi og eftirliti.
  • Það er margt sem þarf að huga að í tengslum við viðhald og eftirlit í orkufyrirtækjum og margir starfsmenn og verktakar sem koma við sögu. Það er því mikilvægt fyrir stjórnendur að hafa kerfi á borð við DMM til að hafa góða yfirsýn hverju sinni yfir ástand búnaðar, hvaða verk hafa verið unnin, hvaða verk eru í gangi og hvaða verk eru framundan.