DMM Lausnir logo

DMM hjá RARIK


Við höfum unnið með DMM Lausnum í tæplega áratug. Á þeim árum hefur samstarfið verið mjög gott og þjónustan til fyrirmyndar. Eftir að hafa notað DMM í mörg ár í tengslum við verklegar framkvæmdir og viðhald í dreifikerfinu, þá nær notkun kerfins nú jafnframt til eftirlits og viðhalds í virkjunum RARIK. Innleiðing DMM í virkjunum RARIK hefur gengið vel, það var til að mynda einkar ánægjulegt að sjá kerfið innleitt á einum degi í Grímsárvirkjun.
- Forstöðumaður Öryggismála RARIK

 

 

 

 


 

DMM gegnir eftirfarandi meginhlutverkum hjá RARIK:Verklegar framkvæmdir, áætlanir og útfærsla
RARIK hefur komið sér upp safni aðfangaáætlana fyrir staðlaða verkþætti, sem gerir verkáætlanagerð í senn markvissa og fljótlega. Þetta safn er margbrotið og umfangsmikið. Því er alfarið viðhaldið í DMM, með tengingum við bókhaldskerfi RARIK þar sem haldið er utan um einingaverð á aðföngum. Verkefnavinna hefst jafnan með áætlanagerð í DMM. Þegar áætlanir liggja fyrir, þá taka verkstjórar við verkefnum í DMM og leiða þau til lykta.Utanumhald eftirlits, þ.m.t. lögbundins eftirlits
RARIK hefur unnið að því, með DMM Lausnum og fleiri aðilum, að staðla útfærslu lögubundins eftirlits, bæði innra eftirlits og til að halda utan um verkefni til ytra eftirlits skoðanastofa. Eins skiptir annað eftirlit, til dæmis í tengslum við fyrirbyggjandi viðhald og verklegar framkvæmdir, miklu máli í starfssemi fyrirtækisins. DMM gegnir lykilhlutverki í utanumhaldi lögbundins eftirlits.Skráning viðhaldsverkefna í virkjunum
Viðhald og rekstur er mikilvægur þáttur starfseminnar, ekki síst í virkjunum RARIK. Innleiðing DMM í virkjunum RARIK hefur gengið afskaplega vel þar sem því hefur verið komið á og athyglisvert að sjá hversu auðvelt er að setja upp kerfið og stilla það til samræmis við þarfir og óskir notenda.