DMM Lausnir logo

DMM hjá Landsvirkjun


 

Það sem einkennir samband DMM Lausna og Landsvirkjunar er traust, góð samvinna og gagnkvæm virðing, þar sem báðir aðilar leggja mikinn metnað í að DMM skili Landsvirkjun sem mestum árangri á sviði viðhaldsstjórnunar. – Einar Mathiesen, fv. yfirmaður reksturs aflstöðva Landsvirkjunar

 

 

 DMM kemur mikið við sögu í daglegri starfssemi í aflstöðvum, þar sem öll verkefni sem varða rekstur og viðhald eru skipulögð og gerð upp í DMM.  Í stuttu máli, þá gegnir DMM eftirfarandi hlutverkum hjá Landsvirkjun:

 

Gæðastjórnun
DMM er mikilvægur hluti ISO-9001 gæðakerfis Landsvirkjunar og er notkun kerfisins útlistuð í gæðaskjölum fyrirtækisins.Skráning búnaðar og kerfa
Aflstöðvar og tækjabúnaður er skráður í DMM, á grundvelli svokallaðs KKS skráningarkerfis.Vinna starfsmanna í aflstöðvum
Vinna, sér í lagi vinna í tengslum við eftirlit og fyrirbyggjandi viðhald, er skipulögð og skráð í DMM. Vinnuskýrslur eru skráðar í DMM.Skráning vinnutíma
Allir vinnutímar starfsmanna í aflstöðvum eru skráðir í DMM og síðan fluttir rafrænt yfir í launabókhald fyrirtækisins.Truflanaskráning
Truflanir eru skráðar í DMM og á grundvelli skráningarinnar birtir DMM ýmsar skýrslur og tölfræði truflana.Saga
Viðhaldssaga kerfa og tækjabúnaðar safnast upp í DMM og er aðgengileg og flokkanleg á ýmsan máta.Samræmd notkun
Allir starfsmenn aflstöðva Landsvirkjunar, um land allt, nota DMM.