DMM Lausnir logo

Fréttir


05. nóvember

Fundur evrópsku viðhaldsstjórnunarsamtakana EFNMS í Póllandi

Evrópsku viðhaldsstjórnunar samtökin, EFNMS, halda tvo stóra fundi á hverju ári, svokallaða General Assembly fundi. Þann 28. október síðastliðinn var haldinn slíkur fundur í Wroclaw í Póllandi.  Guðmundur Jón Bjarnason og Steinar Ísfeld Ómarsson sóttu fundinn fyrir hönd íslensku samtakana, FVSI. Á fundinum var meðal annars fjallað um vinnu í tengslum við BoK (Body of Knowledge) fyrir EFNMS en við höfum tekið virkan þátt í þeirri vinnu. Einnig var fjallað um vottun viðhaldsstjórnunar í Evrópu og námskeið þar að lútandi, áhrifa Internet of Things á viðhaldssmál, öryggismál með áherslu á krabbameinsrannsóknir og útgáfu nýs fréttabréfs, svo dæmi séu tekin. Þess má einnig geta að fjallað var um Euromaintenance 2018 ráðstefnuna sem haldin verður í Antwerpen í Belgíu 24 - 27. september 2018. Mikil metnaður er settur í þessa ráðstefnuna sem mun bera yfirskriftina Euromaintenance 4.0 í anda "Industry 4.0", við munum segja nánar frá henni þegar nær dregur en óhætt er að hvetja þá sem hafa áhuga á eign- og viðhaldsstjórnun að taka þessa daga frá.

 

Myndin hér að neðan var tekin í fundarlok, Guðmundur er lengst til vinstri á myndinni og Steinar þriðji frá hægri.