DMM Lausnir logo

Fréttir


14. október

Eldheit 20 ára afmælisráðstefna DMM og vinnustofa 11.-12. október 2017

Afmælisráðstefnan í síðustu viku á Hótel Natura tókst virkilega vel, þökk sé frábærum fyrirlesurum og þátttakendum. Reyndar var ráðstefnan það mögnuð að það þurfti að kalla til slökkviliðið undir lok dags til að kæla staðinn niður :) 

 

Á meðal fyrirlesara voru Albert Albertsson frá HS Orku, faðir DMM; Albert Eðvaldsson nafni hans frá Verne Global; Bjarni Ellert Ísleifssons Nyrstar; Jón Ingi Sveinbjörnsson þróunarstjóri DMM Lausna sem kynnti vinnu við næstu kynslóð DMM; Pétur Arason Lean meistari frá Manino; Þrándur Rögnvaldsson Landsvirkjun; Sæmundur Guðlaugsson frá ON; og Ingi Björn Jónsson frá HS Veitum. Bestu þakkir til allra þessara snillinga, sem og til ráðstefnugesta allra. Erindin náðu til sögu DMM;  notkun staðla á borð við ISO55k; vaxandi mikilvægis áreiðanleika tækjabúnaðar í eigna- og viðhaldsstjórnun; samspils eigna- og viðhaldsstjórnunar annars vegar og straumlínustjórnunar hins vegar; samræmingu á viðhaldsþjónustum; innleiðingu DMM og vaxandi hlutverks DMM hjá viðskiptavinum.

 

DMM Lausnir standa vel að vígi á þessum tímamótum og framtíðin er björt. Við höfum samt smá áhyggjur af því hvernig við toppum þessa eldfimu ráðstefnu á 30 ára afmælinu, en við höfum nokkur ár til að finna út úr því :)

 

Hér að neðan sjáið þið nokkrar myndir sem teknar voru af vettvangi.