DMM Lausnir logo

Eftirlitskerfi


Einkenni góðs upplýsingakerfis fyrir viðhaldsstjórnun (asset management) er öflugt eftirlit, enda er eftirlit mikilvægur hornsteinn í hverri viðhaldsstjórnunarstefnu. Eftirlitskerfi DMM er hægt að beina að hvaða þætti starfsseminnar sem er. 

 

Við útfærslu eftirlits í DMM þá gegna Gátlistar og Flögg veigamiklu hlutverki. Eftirlit er útfært í gegnum gátlista, sem fylltir eru út í gegnum Verk sem endurtaka sig reglulega samkvæmt Áætlun, í gegnum stök verk, eða beint án þess að verk komi til, en þá er jafnan sett upp yfirlitsskýrsla fyrir viðkomandi eftirlit til að sannreyna að eftirlitið gangi fram eins og til stendur.